Eldmessa sighvats: sár, sjokkeraður og eyðilagður – ríkisstjórnin ætlar núna að lækka veiðileyfagjöldin á samherja“ - myndband

Sighvatur Björgvinsson virtist niðurbrotinn þegar hann ræddi við Ríkisútvarpið um Samherjaskjölin. Var ljóst að hann var sleginn vegna þeirra tíðinda sem fram komu í þættinum. Kvaðst Sighvatur vera í áfalli og sakaði Samherja um að eyðileggja alla þá uppbyggingu  sem Þróunarsamvinnustofnun hafði byggt upp í landinu. Þetta kemur fram á vef RÚV.  Aðspurður um sín fyrstu viðbrögð svaraði Sighvatur:

„Ég er bara sjokkeraður. Namibíumenn kunnu ekkert til sjómennsku eða fiskverkunar og báðu um aðstoð okkar. Við veittum hana. Ekki bara Þróunarsamvinnustofnun, heldur fjöldi íslenskra skipstjórnarmanna sem komu og hjálpuðu þeim. Við rákum fyrir þá landhelgisgæslu, Hafrannsóknarstofnun, við bjuggum til kvótakerfi fyrir þá, við bjuggum til markaðskerfi ig veiðileyfisgjaldið, sem ekki hafði aldrei tekist að koma á hér á landi.  

„Við fylgdumst með því á meðan við vorum þarna hvernig þetta væri rekið og gerðum ekki athugasemdir nema mjög sjaldan. Síðan förum við 2008 og síðan kemur Samherji - og þetta er allt hrunið. “

Þá sagði Sighvatur einnig:

„Ég er spenntur að vita viðbrögð þjóðarinnar því viðbrögð stjórnmálamanna geta oft farið eftir viðbrögðum þjóðarinnar. Það sem er að gerast núna er það að íslenska ríkisstjórnin er núna að leggja til að lækka veiðileyfagjöld á þetta fyrirtæki um stórfé,“ sagði Sighvatur og bætti við:

„Á sama tíma, eins og verið er að sýna okkur fram á  þetta framferði þarna, þá ætla íslensk stjórnvöld með fyrrverandi stjórnarformann Samherja í fararbroddi að lækka veiðileyfigjöldin á þessa útgerð og fleiri. Mér finnst þetta vera bara alveg skelfilegt og ég vona að þessu máli sé ekki lokið.“

Hér má horfa á viðtal við Sighvat sem var niðurbrotinn vegna tíðinda dagsins.