Ekki verið að semja við sindra þór

\"Það eru engar samningaviðræður í gangi um það að Sindri Þór Stefánsson komi heim,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum við fréttavefinn ruv.is í morgun - og vísar hann þar á bug að lögregla hafi átt í samskiptum við Sindra eins og hann sjálfur heldur fram í yfirlýsingu sem birt var í Fréttablaðinu í dag.
 

Sindri Þór flúði úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudags og komst til Svíþjóðar. Sindri Þór heldur því fram í yfirlýsingunni að hann hafi verið í haldi án gæsluvarðhaldsúrskurðar og hann hafi með flóttanum verið að mótmæla því að vera í haldi án dóms og laga. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum átti að renna út á mánudag og tók dómari sér frest til að úrskurða hann í gæsluvarðhald fram á þriðjudagsmorgun. Ólafur Helgi segir úrskurðinn engu að síður hafa verið í gildi: \"Það er ávallt þannig þegar leitað er framlengingar á gæsluvarðhaldi þá heldur hinn fyrri úrskurður gildi sínu þangað til dómari hefur úrskurðað um nýja kröfu. Ég tel að lögin séu algjörlega skýr um þetta og ofan á það bætist að þetta er viðtekin venja og hefur verið alla mína tíð,“ segir Ólafur Helgi á vef Ríkisútvarpsins