Ekkert komið í veg fyrir gjaldþrot heimilanna

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, segir ekkert hafa verið gert til að koma í veg fyrir álíka gjaldþrot og nauðungarsölur og fylgdu hruninu. Þrjú þúsund urðu gjaldþrota og níu þúsund heimili fóru á nauðungarsölu. Hann segir að heimilin hafi verið látin bera kostnað við hrunið.

Rúv segir frá þessu hér.

Í fréttinni segir:

Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins. Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum. Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði. Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.