„ekkert beisikk og solid sjitt“

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, Friðjón Friðjónsson, almannatengill og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG ræða ríkisstjórnarmyndunina í þættinum í kvöld.

 

Hreintungumánuður er grasrótarverkefni Margrétar Hugadóttur, fjölmenningarfræðings og kennara og Tryggva Gunnarssonar, leikstjóra. Þau skora á fólk að minnka enskuslettur. „ Ekkert helv. beisikk og solid sjitt!“ segir á Facebooksíðu framtaksins sem á fjórða hundrað manns eru á. Margrét og Tryggvi eru þó andsnúinn „málfarsfasisma“ þótt yfirskriftin hljómi á þeim nótum. https://www.facebook.com/search/top/?q=hreintungum%C3%A1nu%C3%B0ur

Í dag er Dagur íslenskrar tungu.

Kvikmyndagerðarmennirnir Konráð Gylfason og Guðbergur Davíðsson mæta í þáttinn og segja frá nýrri heimildarmynd sinni: Varnarliðið – Kaldastríðs-útvörður, saga Bandaríkjahers á Íslandi 1951 til 2006 sem frumsýnd var í Bíói Paradís í gærkvöld.

Ljósi er brugðið á líf setuliðsins sem dvaldi á Íslandi í 55 ár, og áhrif þess, í heimildarmyndinni