Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við löngusker

Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þar sem það var að fjara út þegar á þessum tíma þá voru sett akkeri á skútuna og siglt í land. Þar réðu menn ráðum sínum og ákveðið var að freista þess að draga skútuna á flot seinni partinn í dag og koma henni til hafnar.

Á meðan björgunarsveitarfólk var að festa skútuna við akkeri þá barst björgunarskipi í Reykjavík tilkynning um vélarvana sportbát við Kjalarnes en rétt áður en skipið fór úr höfn þá kom í ljós að tekist hafði að koma mótor bátsins í gang og því ekki þörf á frekari aðstoð.