Eingöngu helmingur leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi

Í nýrri rannsókn Íbúðalánasjóðs og rannsóknarfyrirtækisins Zenter kemur fram að færri leigjendur en húsnæðiseigendur telja sig búa við húsnæðisöryggi. Eingöngu 51% leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi á meðan 94% þeirra sem eiga sitt eigið húsnæði telja sig búa við húsnæðisöryggi. 

Samkvæmt könnuninni er helsta ástæðan þess að fólk telji sig ekki búa við meira húsnæðisöryggi vera sú að fólk hefur ekki efni á leigu eða þykir verðið of hátt. Leigjendur telja sig búa við marktækt verri fjárhagsstöðu en aðrir. Yfir 20% þeirra sem eru á leigumarkaði segjast safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman samanborið við einungis 7% þeirra sem búa í eigin húsnæði.