Eignaójöfnuður á hærra stigi en tekjuójöfnuður

Stefán Ólafsson var gestur Þórðar Snæs í 21 á miðvikudagskvöld:

Eignaójöfnuður á hærra stigi en tekjuójöfnuður

Stefán Ólafs­son, pró­fessor í félags­fræði, segir að meiri vöxtur á fjármagnstekjum og tekjum sem stafa af eignum á síð­ustu árum auki á þann ójöfnuð sem ríki hérlendis. Kjarninn greinir frá.

„Þessi aukni eigna­ó­jöfn­uð­ur, sem er á miklu hærra stigi en tekju­ó­jöfn­uð­ur­inn, hann líka býr til fjár­magnstekj­urn­ar. Þær höfðu vaxið gríð­ar­lega í aðdrag­anda hruns­ins, en detta niður eftir hrun. Svo þegar upp­sveiflan byrjar aftur 2012 þá fara fjár­magnstekj­urnar að aukast og þær eru að skila núna auk­inni tekjuhlutdeild efstu tekju­hópanna umfram aðra, jafn­vel þó að atvinnu­tekjur þeirra hald­ist í hendur við ólíka tekju­hópa. Það hefur verið meiri vöxtur í fjár­magnstekj­unum og öllum eigna­tekjum yfir­leitt á síð­ustu fjórum til fimm árum heldur en vöxtur atvinnu­tekna. Þetta eykur líka á þennan ójöfnuð sem kemur út úr skatt­kerf­in­u.“

Þetta segir Stefán í viðtali við Þórð Snæ Júl­í­us­­son, rit­­stjóra Kjarn­ans, í frétta- og umræðu­þætt­inum 21 á Hring­braut sem var sýndur á miðvikudagskvöld. Þar ræddi hann breyt­ing­­ar­til­lögur á skatt­­kerf­inu sem hann og Ind­riði H. Þorláksson, fyrr­ver­andi rík­­is­skatt­­stjóri, unnu fyrir Efl­ingu og kynntar voru á dögunum.

Ekki hafa allir verið sam­mála Stef­áni í því að ójöfn­uður ríki á Íslandi, og meðal ann­ars hefur verið vísað í tölur frá OECD og hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins, Eurostat, því til stuðn­ings.

Stefán segir þó ýmis­legt vanta inn í þær töl­ur, meðal ann­ars um helm­ing af öllum fjár­magnstekjum sem falla til hérlendis á hverju ári. „Sá hluti tekna er óvenju stór á Íslandi og hann fer fyrst og fremst í efstu hópana. Þær tölur van­meta því svo­lítið ójöfn­uð­inn, en þrátt fyrir það erum við auð­vitað í jafn­ari kant­in­um. En við erum samt í dag á mun hærra ójafn­að­ar­stigi en við vorum fyrir 15-20 árum. En flestar aðrar vest­rænar þjóðir hafa verið að fara í átt að auknum ójöfn­uði sem eru þessi áhrif hnatt­væð­ing­ar, fjár­mála­væð­ingar og allt það.“

Viðtalið við Stefán í heild sinni er að finna hér:

Nýjast