Efnilegur kúluvarpari sem gaf bróður sínum nýra

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ákvað í vikunni að taka sér launalaust frí frá Alþingi eftir að Klaustursmálið umdeilda komst í hámæli. Þar sátu sex þingmenn að sumbli og töluðu illa um mann og annan. Á upptökunum heyrist Bergþór fara mikinn, kallaði hann Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „kuntu“ og Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra „tík“. Bergþór hefur beðið Ingu Sæland afsökunar á orðum sínum og sagt að orðfærið sem hann notaði væri sér framandi. En hver er Bergþór Ólason, hvaðan kemur hann og hver verður framtíð hans? Hér er reynt að varpa ljósi á einn umdeildasta þingmann þjóðarinnar.

Bergþór fæddist á Akranesi árið 1975, hann ólst upp í Borgarnesi. Hann býr nú einn í einbýlishúsi á Akranesi og keyrir á eigin bíl í vinnuna. Bergþór á eitt barn, dóttur fædda árið 2016 en er ekki skráður í sambúð, hann gerir  hjúskaparstöðu sína ekki opinbera á samfélagsmiðlum og því ekki hægt að fullyrða hvort hann sé á lausu. Bergþór er kristinn maður og hann styður samskipti Þjóðkirkjunnar og skóla. Þess má geta að dóttir hans er hugsanlega fyrsta barnið hér á landi sem var skírð í vita, það var í Akranesvita sumarið 2016.

Bergþór er sonur Óla Jóns Gunnarssonar en Óli Jón var bæjarstjóri í Borgarnesi frá 1987 og í Stykkishólmi frá 1999 til 2005, og Óskar Bergþórsdóttur, loftskeytamanns og húsmóður. Bergþór byrjaði snemma í íþróttum og var í fótbolta sem barn. Sagt var frá því í DV þegar hann var 11 ára að hann hafi átt sér einskis ills von í marki Skallagríms í leik á móti Stjörnunni. Bergþór skipti þá um íþrótt og tveimur árum síðar var hann að gera góða hluti í frjálsum íþróttum með UMSB. Þegar hann var 13 ára setti hann Íslandsmet í spjótkasti pilta, kastaði 43,1 metra. Hann setti svo Íslandsmet í kúluvarpi pilta, kastaði 14,26 m, og bætti þar með met frá 1978 um 3 cm. „Síðan hafa margir spreytt sig við að bæta það, en ekki tekist það fyrr en nú. Bergþór er eitt mesta kastefnið sem vitað er um hér á landi,“ segir í umfjöllun Morgunblaðsins í ágúst 1989. Met Bergþórs var ekki slegið fyrr en 1996.

Hann hélt áfram í kúluvarpi og þegar hann var 14 ára varð hann efstur á ungmennamóti í kúluvarpi og  sleggjukasti. Hann var svo valinn í hópinn sem fór á Ólympíuleika 17 ára og yngri árið 1990.

 Nánar á


http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/12/09/naermynd-af-bergthori-olasyni-efnilegur-kuluvarpari-sem-gaf-brodur-sinum-nyra/