„ef þú skilar honum heilu og höldnu verða engir eftirmálar. við lofum því“

„Gerðu það - leyfðu honum að koma heim. Ef þú skilar honum heilu og höldnu verða engir eftirmálar. Við lofum því.“ 

Þannig hljómar auglýsing frá Sölufélagi Garðyrkjumanna sem eru þessa daganna að auglýsa eftir kössunum sínum sem þeir nota til að flytja grænmeti í verslanir. Að sögn Sölufélagi Garðyrkjumanna hafa kassarnir ekki verið að skila sér inn nægilega vel og er kominn skortur á kössum.

„Við þvoum og sótthreinsum 1.000.000 fjölnotakassa á hverju ári með jónuðu vatni sem tryggir að engin mengun fer í niðurföll við þvott. Fjölnota kassar eru marg endurnotanlegir og koma í veg fyrir mikla umbúðasóun.“

Sölufélagið vill hvetja alla þá sem eru með svona kassa heima hjá sér, í geymslunni, bílskúrnum eða á vinnustaðnum sínum að koma honum í réttar hendur og lofa þeir því að engir eftirmálar verða þegar kössunum er skilað. Hægt er að skila kössunum til næsta dreifingaraðila eða hafa beint samband við Sölufélag garðyrkjumanna í síma 570-8900.