Er EES eitur í beinum X-B?

Lengi hafa verið efasemdir innan Framsóknarflokksins um ágæti EES og Schengen

Er EES eitur í beinum X-B?

Nú kunna þessar efasemdir Framsóknarflokksins að heyrast á ný eftir dóm EFTA dómstólsins.  Íslenska leyfisveitingakerfið fyrir innflutningi á hrárri og unninni kjörtvöru eggjum og mjólk er í andstöðu við EES-rétt. 

Pirringur Framsóknarflokksins í garð EES er ekki nýr af nálinni.  Efasemdir Framsóknarmanna um EES-aðild koma sennilega fram ef flokkur þeirra tekur sæti í næstu ríkisstjórn og fær bæði landbúnaðarmál og utanríkismál í sínar hendur.  Þá eru innan flokksins efasemdir um Schengen samstarfið.

Vera má að Framsóknaflokkurinn hefji tangasókn gegn EES og Schengen úr landbúnaðarráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu.  Ísland er skuldbundið að innleiða íþyngjandi tilskipanir vegna þessara beggja samninga. 

Framóknarflokkurinn getur gripið til þess ráðs að segja að hvorugur þjóni lengur hagsmunum Íslands.  Og grípur til sannfærandi röksemda.     

frettastjóri@hringbraut.is

Nýjast