Eðlilegt að fangar vilji strjúka

Guðmundur Ingi Þóroddson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi segir um flótta Sindra Þórs Stef­áns­son­ar frá Sogni á dög­un­um og í kjöl­farið úr landi að þar sé ekki um dæmigert mál að ræða.

Guðmundur Ingi ræddi við Lindu Blöndal á Þjóðbraut fimmtudaginn 26.apríl.

“Við verðum að hafa það í huga að Sindri var gæsluvarðhaldsfangi og það var vafi um að hann hafi verið í gæsluvarðaldi á þessum tíma. Lög um gæsluvarðhaldsfanga og almenna fanga eru öðruvísi svo í þessu tilfelli getur fangelsismálastjóri ekki hengt honum fyrir þetta því hann er ekki á ábyrgð fangelsismálastjóra”, segir Guðmundur Ingi.

 Um flótta fanga úr fangelsi segir Guðmundur Ingi :

„Þetta er bara eitt af þeim dæmum sem er eðlilegt. Það er eðlilegt að fangi reyni að strjúka því að hann er sviptur sínu frelsi og það er bara í eðli fólks að reyna það en flestir gera það ekki“.

Um áhrif á fanga í afplánun þegar menn eins og Sindri flýja segir Guðmundur Ingi að þegar einn fangi brjóti af sér er reglan hóprefsing fyrir alla hina fangana. Þeir fái minni útivistartíma og svo framvegis. Í tilfelli Sindra hafi það ekki verið gert sem sé gott, segir Guðmundur Ingi.