Dregnir út úr laugarneskirkju

Lögreglan fjarlægði klukkan fimm í morgun með valdi, tvo hælsleitendur frá Írak. Ali Nasir og Majed, voru sendir báðir til Noregs þaðan sem þeir komu og var það gert á grunvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Stundin greindi frá málinu í dag. Talið er að annar sé 16 ára en hinn um þrítugt. Þeir hafa dvalið á Íslandi í síðan fyrir áramót en hælisumsóknir þeirra verða ekki teknar til efnislegrar meðferðar. 

Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur Laugarneskirkju, ákvaðu að opna dyr kirkjunnar og veita mönnunum skjól í nótt. Biskupsembættið var því hlynnt og var vonast til af kirkjunnar fólki að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. Þannig er vísað til þess að á öldum áður giltu reglur um kirkjur og helga staði sem tryggðu þeim friðhelgi sem leituðu skjóls gegn framgöngu valdhafa, eins og vegir í fréttinni. Lögfræðingur sem Hringbraut ræddi við sagði hins vegar að griðastaðir kirkjunnar væru ekki ofar landslögum og tók þessa líkingu. \"Ef maður bíður afplánunar á Litla Hrauni getur hann ekki falið sig í Laugarneskirkju\".  

Toshiki og Kristín Þórunn mæta á Hringbraut á morgun en einnig Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur hjá Rauða krossinum sem hafði umsjón með yngri hælisleitandanum, Ali.