Davíð og rúv og trump og falsfréttir

Jafnvel eitt þúsund ritstjórar í Bandaríkjunum birta í dag í blöðum sínum leiðara þar sem þeir spyrna við fótum vegna framgöngu Donalds Trumps, forseta þar vestra, gagnvart fjölmiðlum. Hann hefur verið ómyrkur í garð fjölmiðla og borið á þá allt að landráði.

Á Íslandi eru aðeins tvö dagblöð. Miðað við höfðatöluna, má segja að ef þúsund ritstjórar þar vestra sjái ástæðu til að verja fjölmiðla fyrir endurteknum árásum forsetans, ætti einn að gera það hér á landi. Þeir eru þúsund sinnum fleiri en við.

Davíð Oddsson, ritstjóri Moggans og einn dyggasti stuðningsmaður Dondald Trump, er ekki samstíga ritstjórunum vestra. Hann notar daginn og tilefnið til að taka „trump“ á Ríkisútvarpið í sínum leiðara.

„Stund­um er látið eins og að millj­arðamokst­ur rík­is­ins af fé al­menn­ings til Ríkis­út­varps­ins megi rétt­læta með frétta­flutn­ingi þess. Lög skylda þá stofn­un til hlut­leys­is í frétta­flutn­ingi. Hún hef­ur aldrei tekið mið af þeim lög­um og hef­ur síðustu ára­tugi lent í ógöng­um og úti í mýri. Sá frétta­flutn­ing­ur­inn hef­ur alla tíð verið með veru­leg­um skoðana­halla. Lengi létu menn hann yfir sig ganga. En á síðustu árum hef­ur illt gerst miklu verra og við bæt­ist að stofn­un­in kann ekki að skamm­ast sín. Þess utan er frétta­mennsk­an á óþægi­lega lágu plani. Sí­fellt oft­ar gæt­ir þess að frétta­flutn­ing­ur þess­ar­ar rík­is­stofn­un­ar sé bor­inn fram í æsistíl, eins og ómerki­leg­asti götu­bleðill sé á ferðinni. Inn­lend­ar frétt­ir eru þar sem því verður við komið litaðar stjórn­mála­leg­um for­dóm­um. Þess gæt­ir mjög í er­lend­um frétt­um þar sem marg­ir hlust­end­ur eiga eðli­lega erfiðara með að átta sig á.“

Davíð þekkir vel aðför gegn fjölmiðlum. Sem forsætisráðherra reyndi hann hvað hann gat að leggja steina í götu Fréttablaðsins. Boðaði það jafnvel ekki til blaðamannafunda. Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokkksins þeirra, á þetta einnig til.

Nánar á

www.midjan.is