Búvöruframleiðsla og misvægi atkvæða

Viðtal við Guðrúnu Stefánsdóttur bóndakonu úr Fljótshlíðinni í Fréttablaðinu 7. júní sl. var í senn fróðlegt og átakanlegt. Minnti mig á flutning foreldra minna úr annarri sveit á öðrum tíma. Jörðin, búsmalinn og starfið hnýtast þétt saman. Ef eitt brestur riðlast hitt.

Sársaukinn var áþreifanlegur. Ástæða flóttans var afkomuleysi starfans. Enn einn sauðfjárbóndinn bregður búi. Fróðlegt var viðtalið því í máli Guðrúnar komu fram áhugaverðar mótsagnir. Hún skellir skuldinni á afurðastöðvarnar, sem ekki borgi lífvænlegt verð fyrir afurðirnar, en segir jafnframt: „Þeir (afurðastöðvarnar, innsk. ÞÓ.) segja að útflutningurinn kosti svo mikið. Samt var síðasti búvörusamningur gerður þannig að þar var verðlaunað fyrir fjölgun fjár. Ég var í stjórn bændasamtakanna þá og greiddi atkvæði gegn samningnum sem var algerlega úr takt við þær aðstæður sem voru og eru. Dæmið á að snúast um framboð og eftirspurn innanlands og ef fólk vill framleiða til útflutnings, þá gerir það slíkt á eigin ábyrgð.“

Nánar á

http://www.visir.is/g/2018180719082/buvoruframleidsla-og-misvaegi-atkvaeda-