Bubbi brjálaður og lætur hjalta heyra það: „sú saga gengur ljósum logum að hann sé að hefna sín“

„Þetta er með svo miklum ólíkindum hvernig í andskotanum getur þessi „frábæri“ fyrrverandi starfsmaður hagað sér svona?“

Að þessu spyr tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Bubbi gagnrýnir Hjalta Björnsson, fyrrverandi ráðgjafa hjá SÁÁ, harðlega. Viðkvæm sjúkragögn með ýmsum upplýsingum um sjúklinga meðferðarstöðvar SÁÁ að Vík á Kjalarnesi eru í fórum Hjalta. Hjalti sem var látinn fara frá samtökunum eftir að hafa lengi þótt einn besti ráðgjafi SÁÁ, heldur fram að hann hafi fengið gögnin fyrir slysni. Hjalti geymdi síðan hinar viðkvæmu upplýsingar í bílskúrnum sínum og neitaði að láta þau af henni. Hjalti segir að hann ætli að koma þeim fyrir í skjalageymslu. Persónuvernd og Landlæknisembættið hafa óskað eftir gögnunum. Á RÚV segir að Hjalti hafi samþykkt það en gögnin séu engu að síður en í fórum hans.

Bubbi Morthens gagnrýnir Hjalta harðlega. Hann segir: „Hvernig má það vera að fyrrverandi starfsmaður SÁÁ sé með sjúkraskrár kvenna af meðferðarheimilinu Vík og neiti að afhenda þær? Maður skyldi ætla að maður sem hefur unnið við að hjálpa fólki ná áttum á ný geri sér grein fyrir því að þetta er ákveðin tegund af ofbeldi. Þetta er algjörlega með ólíkindum. Sú saga gengur ljósum logum að hann sé að hefna sín vegna þess að honum var sagt upp.“