Brynjar hjólar í líf án ofbeldis: „ég vona að öðrum þing­mönn­um detti það ekki í hug“

Brynjar Níelsson gagnrýnir harðlega bréf frá Líf án ofbeldis. Hann segir bréfið aðför að réttarríkinu. Talsmaður Lífs án of­beldi sagði í sam­tali við Frétta­blaðið að hreyf­ing­in hefði verið stofnuð vegna sí­end­ur­tek­inna úr­sk­urða í um­geng­is­mál­um. Þá kom einnig fram að börn væru skikkuð í um­gengni við gerend­ur; barn­aníðinga og of­beld­is­menn. Mbl.is vakti athygli á málinu.

Brynjar Níelsson sagði á þingi: „Ég ætla að gera hér að um­tals­efni bréf sem ég fékk, og reikna með að aðrir þing­menn hafi fengið líka, frá fé­lags­skap sem heit­ir Líf án of­beld­is.“

Brynjar bætti við: „Miðað við inni­hald bréfs­ins er fé­lags­skap­ur­inn sam­an­sett­ur af mæðrum ein­göngu sem gera þær kröf­ur að þing­menn bregðist við því sem þeir sem fara með úr­sk­urðar­vald í for­sjár- og um­gengn­is­mál­um, þ.e. sýslu­menn og dóm­stól­ar, gera. Fé­lags­skap­ur­inn vill að við skipt­um okk­ur af því og breyt­um ein­hvern veg­inn um­hverf­inu vegna þess að niðurstaðan hent­ar ekki.“

Jafnframt varaði Brynjar þingmenn við að taka mark á bréfinu og um væri að ræða aðför að þeim sem beri að úrskurða um ágreining og að krafa væri sett fram um að annar aðilinn hefði sjálfdæmi um hvernig niðurstaða í málum yrði. Brynjar sagði:

 „Ég mun ekki taka þátt í slíku og ég vona að öðrum þing­mönn­um detti það ekki í hug. Fólk er hér í þeirri bar­áttu að það ger­ir kröfu um að við víkj­um til hliðar regl­um rétt­ar­rík­is­ins sem við erum búin að strögla við að koma á árum, ára­tug­um og jafn­vel öld­um sam­an. Ég bið þing­menn að íhuga þetta.“