Brexit-áætlun may skerði lífskjör um 4%

Úttekt breska stjórnarráðsins á vegum ríkisstjórnar Theresu May á efnahagslegum áhrifum Brexit-áætlunar hennar hefur komist að þeirri niðurstöðu að til langs tíma muni lífskjör, mæld í þjóðartekjum, dragast saman um 4% í samanburði við áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Financial Times greinir frá.

Úttektin tók hinsvegar ekki út áhrif svokallaðrar varaáætlunar, sem felur í sér að viðskiptasamningur meginlands Bretlands við sambandið verði takmarkaður, en Norður-Írland, sem er hluti af hinu sameinaða konungdæmi, fái mun nánari samning.

Nánar á

http://www.vb.is/frettir/brexit-aaetlun-may-skerdi-lifskjor-um-4/151193/