Breska þingið tek­ur ráðin af may

Breska þingið samþykkti, þvert á vilja rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að greiða at­kvæði um mögu­leg­ar leiðir til að finna lausn á fyr­ir­hugaðri út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu. 329 þing­menn kusu að fara þessa leið en 302 voru á móti. Segja má því að þingið hafi tekið ráðin af Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands.  

Þrír ráðherr­ar í rík­is­stjórn May sögðu af sér til að kjósa með til­lög­unni, þeirra á meðal er Rich­ard Harringt­on viðskiptaráðherra. 

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/03/25/breska_thingid_tekur_radin_af_may/