Blik úr bernsku í kvöld kl. 21.00

Valgerður Sverrisdóttir fæddist á Lómatjörn í Eyjafirði og þar átti hún heima öll sín æskuár, ásamt foreldrum og tveimur systrum. Þær urðu fyrir sárri reynslu mjög ungar að árum að missa móður sína úr krabbameini árið 1960.

Valgerður segir frá fólkinu sínu og mannlífinu í Fjörðum, einnig ást hennar á Bítlunum og Hljómum, og þegar hún söng með Rúnari Júl.

Blik úr bernsku þar sem rætt er við Valgerði kl. 21.00 í kvöld miðvikudag í sjónvarpi Hringbrautar.