Börn sigurlaugar í forsjá dæmds barnaníðings - segir hann hafa hótað heimilisfólki með hlaðinni byssu: „það hefur aldrei verið tekið mark á mér

Sigurlaug Steinarsdóttir á þrjú af fjórum börnum sínum með manni sem nýverið var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn syni sínum. Soninn átti hann áður en hann kynntist Sigurlaugu og hefur hann farið með forsjá yfir börnunum þeirra frá árinu 2009. Tvö þeirra eru orðin lögráða en yngsti sonur þeirra er enn í forsjá föður síns.

Sigurlaug er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Þar ræðir hún um fortíðina, óuppgert ofbeldi, áhyggjurnar af börnum sínum og aðra erfiða hluti.

Síðan dómur féll í máli barnsföður Sigurlaugar hefur hún reynt að afla sér upplýsinga um það hver taki við syni hennar sem býr hjá föður sínum en hefur ekkert fengið að vita.

Lesa mátti mikið ofbeldi úr dómi mannsins og segir Sigurlaug hann meðal annars hafa hótað heimilisfólkinu með hlaðinni byssu.

„Hann tók oft byssu og var bara að hlaða hana við borðið. Hann var fær í andlegri kúgun. Hann átti það líka til að etja börnunum saman, fékk þau til að klípa hvort annað og berjast við hvort annað,“ segir Sigurlaug í viðtali við Stundina.

Sigurlaug segist hafa upplifðað mikið ofbeldi á uppvaxtar árum sínum og að hún hafi verið ofsalega skemmd þegar hún kynntist manninum aðeins nítján ára gömul. Hún hafi því verið því auðvelt fórnarlamb og þrátt fyrir að maðurinn hafi ekki sýnt af sér ofbeldishegðun í upphafi sambands þeirra, segir Sigurlaug það hafa byrjað um leið og hún varð ófrísk að fyrsta barninu. Hefur hann að hennar sögn meðal annars tvíhandleggsbrotið hana og reynt að kyrkja hana.

„Í það skipti var eldri stelpan mín á milli 5 og 6 ára. Hún bjargaði mér með því að hlaupa niður á næstu hæð eftir hjálp.“ Segir hún.

Aldrei verið tekið mark á henni

Þá segir Sigurlaug manninn hafa staðið í stanslausum hótunum við sig um að ef hún færi frá honum þá myndi hún missa börnin. Segist hún skilja það vel í dag að henni hafi ekki verið dæmd forsjá. Veltir hún því þó fyrir sér hver vegna barnsfaðir hennar hafi fengið hana enda hafi hún ásamt fleirum reglulega greint frá ofbeldi af hans hálfu.

„Það hefur aldrei verið tekið mark á mér eða neinum af þeim sem hefur reynt að hjálpa mér.” Segir Sigurlaug.

Viðurkennir hún að þegar fyrsta ásökunin um kynferðisbrot mannsins var lögð fram um kynferðislega misnotkun á stjúpdóttur hennar hafi hún ekki trúað því að það væri satt.

„Hvers konar móðir væri ég, ef hann var búinn að vera að misnota barnið fyrir framan mig án þess að ég tæki eftir því? Svo það má segja að ég og Barnavernd Reykjavíkur höfðum eyðilagt það mál í
sameiningu. Seinna fór stelpan að opna sig meira um þetta við mig og ég áttaði mig á því að þetta væri satt.“

Frá skilnaði segist Sigurlaug ítrekað hafa reynt að vekja athygli á ofbeldi sem hún hafi fengið vitneskju af og viðgekkst á heimili barna hennar. 

Sjálf segist Sigurlaug hafa orðið fyrir ofbeldi sem barn. Varð hún bæði fyrir grófu einelti ásamt því að eldri menn hafi notfært sér veika stöðu hennar. 

„Að sumu leyti sótti ég í það, því ég leitaði að umhyggju einhvers staðar, sóttist í orðin sem maður þurfti að heyra, því maður þurfti faðmlag eins og öll börn þurfa. Ég var í kringum tólf ára þegar ég hélt að ég væri ófrísk eftir tæplega níræðan mann,“ segir hún Sigurlaug.

Nú þegar ljóst er orðið að barnsfaðir Sigurlaugar sé á leið í fangelsi hefur hún engar upplýsingar fengið um framtíð barnanna sinna en gerir hún ráð fyrir þv í að þau muni búa hjá föðurömmu sinni sem er níræð. Sjálf telur hún að best væri fyrir yngsta son sinn að koma og búa hjá henni og myndi hún vilja fá utanaðkomandi fagaðila með sér í lið til þess að sinna honum.

Viðtalið má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Stundarinnar.