Snoppungur bresks álitsgjafa

Fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnnar (SIS) segir hina mestu ógn stafa að valdaafsali Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi sökum ákvarðana Donald J. Trump forseta Bandaríkjanna í utanríkismálum.

Þessi ummæli hafa stjórnmálaskýrendur eftir Bretanum John Sawers en hann flutti nýverið erindi á ráðstefnu í Ísrael um forystuleysi Bandaríkjanna og ístöðuleysi og vingl forseta Bandaríkjanna.

John Sawers nefndi dæmi máli sínu til stuðnings eins og þessi; að Bandaríkin segi sig frá Parísarsamkomulagi um loftslagsmál og svo stefnubreytingu Donald J. Trump um pólitísk samskipti og efnahagsleg tengsl við Kúbu og um þær efasemdir sem forseti Bandaríkjanna hefur um skuldbindingar Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum gagnvart Evrópu.

Það sem vekur helst eftirtekt er að hér talar Breti sem eitt sinn var fastafulltrúi Stóra-Bretlands hjá hinum Sameinuðu þjóðum áður en hann tók við starfi yfirmanns SIS.

Stjórnmálaskýrendur minna á að tæpast fær John Sawers að flytja svona erindi á þessari ráðstefnu nema að hafa áður aflað til þess heimildar frá fyrrum yfirmönnum og eftir að hafa sýnt þeim erindið sem hann áformaði að flytja. Það mun vera bresk verklagsregla sem honum ber að virða. 

John Sawers segist sjálfur bera mikið vantraust til forseta Bandaríkjanna þó forsetanum sé ekki hér einum um að kenna þar sem bandarískt samfélag sé nú gjörbreytt og Bandaríkjamenn hafa fengið sig fullsadda á leiðtogahlutverki Bandaríkjanna í heimsmálum í rúm 70 ár.

Hann telur að það sem endanlega hafa sveigt almenningsálitið í Bandaríkjunum af þeirri braut að Bandaríkjunum beri að axla þungar byrðar í alþjóðamálum séu stríð sem engann endi taki í Írak og í Afghanistan og á Sýrlandi. Stjórnmálaskýrendur minna á að hér sé meira um vert hvert talar - John Sawers - en hvað sá hinn sami segir.  

rtá

Nánar www.afp.fr   www.independent.co.uk