Blik úr bernsku

Í 10. þætti og síðasta þætti segir Hildur Eir Bolladóttir frá bernskublikum sínum á prestssetrinu Laufási í Eyjafirði, þar sem hún meðal annars heillaðist af kirkjugarðinum sem var hennar eftirlætis leiksvæði. Þá segir hún frá æskugoði sínu, Jóni Páli Sigmarssyni, sem kom í heimsókn. Hildur Eir er prestur á Akureyri og faðir hennar, Bolli Gústavsson, var lengi prestur í Laufási.