Björn verður formaður starfshóps um ees

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur verið skipaður formaður starfhóps sem á að vinna skýrslu um aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. 
 

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skipaði hópinn. Með Birni sitja í hópnum þær Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og erindreki um samstarf atvinnulífsins og utanríkisþjónustunnar. Þá munhópurinn njóta aðstoðar starfsmanns með aðsetur í utanríkisráðuneytinu.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/bjorn-verdur-formadur-starfshops-um-ees