Björn Leví: „Þetta er ógeðslegt“

Björn Leví: „Þetta er ógeðslegt“

„Þetta hlýtur að stangast á við einhverja skynsemi í stjórnarskrá.“

Þetta segir Björn Leví, þingmaður Pírata og deilir frétt Kjarnans um eftirlaun fyrrverandi þingmanna, varaþingmanna og ráðherra. Þingmenn og ráðherrar fengu samtals 479 milljónir króna. 41 fyrrverandi ráðherra fengu 129 milljónir á síðasta ári. Samtals fékk þessi hópur 608 milljónir. Sem dæmi fær Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri Morgunblaðsins rúmar 1,6 milljónir á mánuði í eftirlaun en eftirlaunalögin voru umdeild þegar ríkisstjórn Davíðs samþykkti þau árið 2003.

Björn Leví kallar þetta sjálftöku. Hann segir:  „Þetta er ógeðslegt. Ég veit að það má ekki afnema liggur afturvirkt, að taka réttindi af fólki aftur í tímann, en það hlýtur eitthvað að vera að þessari sjálfskömmtun. Þetta hlýtur að stangast á við einhverja skynsemi í stjórnarskrá.“

Vill Björn Leví að þetta verði leiðrétt:

„Það myndi ekki skerða réttindi þessara sem falla undir þessi lög umfram aðra til framtíðar. Ekki eins og lögin sem voru leiðrétt aftur í tímann árið 2017 um tekjutengingar eldri borgara ... Þau voru leiðrétt, af hverju ekki þessi? Rökin þá voru að þetta væri villa í lögunum. Mér finnst þetta líka vera augljós villa.“

Við minnum á Facebook-síðu Hringbrautar. Þar er að finna áhugaverðar fréttir og þá er ýmislegt spennandi framundan fyrir vini Hringbrautar á Facebook. SMELLTU HÉR og vertu vinur okkar á Facebook.

Nýjast