Björn leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu

Ekkert er fram komið sem gefur til kynna að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið gegn siðareglum alþingismanna Alþingis. Því sé ekki skilyrði fyrir því að verða við beiðni Björns Leví Gunnarssonar um að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum sem þingmenn hafa fengið vegna ferðakostnaðar.

Vildi Björn Leví láta athuga hvort samræmi væri milli reikninga sem þingmenn hafa skilað inn vegna kostnaðar og ferðanna sem þeir fóru. Í erindi sínu til forsætisnefndar óskaði Björn Leví sérstaklega eftir því að kannaðar yrðu ferðir Ásmundar ef ekki yrði hægt að fara í almenna rannsókn.

Nánar á


http://www.visir.is/g/2018181129064