Björn ingi hættur að drekka: sjáðu myndbandið - „þarf ekki að vera fullur til að gera tóma vit­leysu“

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans er hættur að drekka. Á vef Fréttablaðsins segir að Björn Ingi vilji sýna að ekki þurfi að hafa áfengi um hönd til að skemmta sér. Björn Ingi hefur lýst yfir á samskiptamiðlum að hann hafi ákveðið að setja tappann í flöskuna og að hann sé alfarið hættur að bragða áfengi.

Þá birti Björn Ingi myndskeið á Facebook-síðu sinni, þar sem hann bæði þakkar fyrir afmæliskveðjur og birtir myndskeið af sér, Ingó veðurguð og fleirum að syngja lagið Stál og hnífur eftir Bubba Morthens. Skilaboð Björns Inga eru að ekki þurfi alltaf að hafa áfengi um hönd til að skemmta sér og gera tóma vitleysu. Björn Ingi segir:

„Þess vegna ætla ég að taka smá á­skorun og gjörning með að­stoð góðs fólk til að sýna auðvitað fram á það að maður þarf ekki að vera fullur til að gera tóma vit­leysu.“

Hér fyrir neðan má ská myndskeiðið.