Björk mætti óvænt

Björk birtist óvænt á Sónar hátíðinni um helgina. Björk gekk á milli gesta með furðulegt höfuðskraut og fengu gestir auðveldlega færi á að taka sjálfu af sér með goðinu.

Hin árlega teknó tónlistarhátíðin Sónar var haldin um liðna helgi. Tveggja daga hátíð í Hörpu var stútfull af bæði innlendum og erlendum tónlistarmönnum. Í umsögn Halls Má Hallssonar í Morgunblaðinu um hátíðina kemur fram að stór hluti af Sónar-upplifuninni séu flottar útfærslur á ljósum og myndrænu efni meðfram tónlistinni.

Ný hljómsveit Svölu Björgvins og Einar Blissful steig á svið í fyrsta skipti og voru langt frá nokkru Eurovision poppi. Bandið Cyber nefnir Hallur sérstaklega sem áður óséð band af hans hálfu: Fjórar stelpur sem rappa og syngja ofan á takta og atriðið leikhús þar sem þær klæddust  skrýtnum og fyndnum næntísdrögtum sem settu kómískan svip á atriðið. Sérstaklega má nefna lag þeirra „I’m your new stepmom“.

Hatari mætti á sviðið með leðurólarnar sínar og þrumuræðu, pönkað heimsendarafpoppp og gjörningar, allt í senn. Gus Gus hélt gestum vel við efnið, „engin þreytumerki á Bigga Veiru og Daníel Ágústi“, segir Hallur.

„Hápunktur hátíðarinnar hjá nokkrum gestum var þó frekar óvæntur, þegar Björk gekk um sali Hörpu með höfuð- skraut sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en mjög Bjarkarlegu“, Skrifar Hallur ennfremur í Morgunblaðið í dag þar sem hann dregur stuttlega saman viðburði hátíðarinnar.

Sjónrænt er Sónar meiriháttar. Hljómsveiti serpentwithfeet má nefna, R&B-skotin framúrstefna, Barbie-dúkka á sviðinu og frábær söngvari sem hvatti fólk eindregið til að dansa á meðan það grætur.

Hallur telur þó tónlist Ella Grill ekki hafa skilið mikið eftir sig en Ben Frost með samverkamanni „... flottur seiður sem þeir brugguðu...þung undiralda og einhver galdur í gangi“, skrifar Hallur.  

Að lokum var Underworld eitt stærsta nafn Sónar, sveitin stofnuð árið 1980 með rúmlega miðaldra tvíeyki enn í fullu fjöri.

Hellur bendir þó á sumt hafi verið miður á annars vel sóttri og flottri hátíð að vanda en það var salan bjórmiðum. Einungis voru seldir bjórmiða sem ekki var hægt að fá endurgreidda og ekki var í boði að kaupa sér bara einn bjór, heldur var lágmarkið fimm stykki!