Bjórböðin verðlaunuð af ferðaþjónustunni

Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Að þessu sinni bárust 31 tilnefning í samkeppninni um verðlaunin sem afhent voru í fimmtánda sinn í gærkvöld en þá fór fram 20 ára afmælisfögnuður samtakanna á Hilton Reykjavík Nordica. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Það var Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður dómnefndar nýsköpunarverðlaunanna, sem gerði grein fyrir niðurstöðu dómnefndar sem var einróma samþykkt því að Bjórböðin væru vel að verðlaunum ársins komin.

Nánar á

https://turisti.is/2018/11/bjorbodin-verdlaunud-af-ferdathjonustunni/