Bjóða ókeypis heilsufarsmælingar

Bjóða ókeypis heilsufarsmælingar

Almenningi býðst ókeypis mælingar á blóðþrýstingi, blóðfitu, blóðsykri, súrefnismettun og fleiri gildum. Það eru SÍBS, Hjartaheill, Samtök lungnasjúklinga og Samtök sykursjúkra sem starfa saman að verkefninu SÍBS Líf og heilsa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍBS.

Mælingar hafa farið fram víða um land í samstarfi við heilsueflandi sveitarfélög og heilsugæsluna. Öllum er frjálst að mæta í mælingu hvar sem er, óháð búsetu. Dagskrá næstu mælinga er eftirfarandi:

Laugardaginn 12. janúar í Firðinum Hafnarfirði

Sunnudaginn 13. janúar íþróttahúsinu á Laugarvatni

Sunnudaginn 13. janúar Íþróttamiðstöðinni í Reykholti

Laugardaginn 19. janúar í Hraunseli Hafnarfirði 

Laugardaginn 26. janúar Íþróttamiðstöðinni Álftanesi

Laugardaginn 2. febrúar Íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ 

Nýjast