Bjarni mun kynna nýjan dómsmálaráðherra: sigríður andersen á afturkvæmt í ríkisstjórn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir í samtali við RÚV að nýr dómsmálaráðherra verði kynntur fljótlega. Hann vill þó ekki greina frá því hver mun stýra ráðuneytinu. Þá sagði Bjarni jafnframt að Sigríður Andersen eigi afturkvæmt í ríkisstjórn.

Líkt og komið hefur fram sagði Sigríður Andersen af sér sem ráðherra vegna Landsréttarmálsins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur síðan þá stýrt ráðuneytinu. Bjarni var spurður á fundi í Valhöll hvort Sigríður Andersen ætti afturkvæmt í ríkisstjórn eftir skandalinn sem kom upp í kringum Landsréttarmálið. Bjarni hafði þetta að segja:

„Að sjálfsögðu á Sigríður Andersen endurkomu í ríkisstjórn. Það er bara engin spurning að hún getur átt endurkomu í ríkisstjórn og ekkert sem getur komið í veg fyrir það.“

 Þá var Bjarni spurður af fréttamanni RÚV hvort það lægi fyrir hver yrði fyrir valinu. Bjarni svaraði:

„Nei. Ég geri það ekki núna.“