Bjarni bjarnason sest aftur í forstjórastól orkuveitu reykjavíkur

Sú úttekt sem nú hefur farið fram á vinnustaðarmenningu og starfsmannamálum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur bendir á ýmsar leiðir til að gera vinnustaðinn enn betri. Þótt úttektin staðfesti að innan Orkuveitunnar ríki góður starfsandi tekur stjórn OR þær ábendingar sem koma fram í úttektinni alvarlega og mun tryggja að við þeim verður brugðist með viðeigandi hætti.“

Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var samhljóða á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Á fundinum kynnti Helga Jónsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra OR síðastliðna tvo mánuði, greinargerð sína um farveg þeirra ábendinga sem fram komu í úttektarskýrslu innri endurskoðunar.

Bjarni Bjarnason, sem óskaði sjálfur eftir að stíga tímabundið til hliðar úr forstjórastól á meðan rannsókn málsins færi fram, tekur aftur við forstjórastöðunni í dag.

Þær ábendingar og umbætur sem kynntar voru á fundi stjórnarinnar lúta meðal annars að mannauðsmálum, stjórnarháttum, jafnréttismálum, ráðningar- og starfslokaferlum, áreitni og einelti.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/bjarni-bjarnason-sest-aftur-i-forstjorastol-orkuveitu-reykjavikur