Bild zeitung í þýzkalandi

BILD Zeitung í Þýzkalandi er útbreiddasta dagblað Evrópu, með 10 milljónir daglegra lesenda. Þegar Íslendingar hófu hvalveiðar aftur í ágúst 2003, birti Bild fréttina í viðhengi á síðum sínum:

„SLÁTURHÚS HVALANNA (ISLAND)“

„Hér rífur slátrarinn hjartað úr kvalinni hrefnunni“

„Skælbrosandi hefur hvalveiðimaðurinn blæðandi hjarta hvalsins á loft“

„Blóðið streymir úr vitum deyjandi hvalsins; sjórinn verður blóðrauður“.

„Litur sjávarins breytist í rautt, og slátrarinn skælbrosir. Hjartað í blóði drifnum höndum hans er enn volgt. Stoltur heldur hann því að myndavélinni“.

Svona voru fréttirnar, sem birtust um allan hinn vestræna heim þá, og leiddu til hneykslunar og andúðar á Íslandi og Íslendingum.

Nú bíða fjölmiðlar um allan heim átekta; eigum við að trúa því, að óþarft og óréttlætanlegt blóðbað – villimennska og dýraníð – hefjist nú aftur á Íslandi.

2003 skipti ferðaþjónustan okkur tiltölulega litlu, nú skiptir hún okkur öllu máli, skrifar Ole Anton Bieltvedt, formaður Jarðarvina sem berjast gegn hvalveiðum.

>