Beðið eftir bíl

Enn bíða landsmenn þess að Samgönguráðuneytið kynni umbætur á markaði fyrir leigubifreiðar. Starfshópur um endurskoðun á regluverki um akstur leigubíla sem Jón Gunnarsson stofnaði í síðustu ríkisstjórn og skilaði af sér í mars síðastliðnum. 

 

Vonir hafa staðið til þess að takmarkanir á fjölda leigubifreiða og þjónustu fyrirtækja á borð við UBER og LYFT verði afmáðar úr reglugerðum hérlendis í kjölfar vinnu starfshópsins. 

 

Enn bólar ekkert á þessum aðgerðum. Í Reykjavík eru 580 leigubílaleyfi, en fjöldi þeirra hefur nánast staðið í stað frá aldamótum, á sama tíma og fjöldi íbúa hefur aukist um 60 þúsund manns frá 1990, að ótöldum þeim fjölda ferðamanna sem spóka sig um götur borgarinnar.  Á sama tíma eru 45 þúsund manns skráðir á ólöglegar skutlarasíður, þar sem er hægt að fá far, bjór, dóp og ýmislegt annað á svörtum markaði.

 

Líklegast er að umbætur á þessu sviði í boði framsóknarflokkanna þriggja séu borin von, enda fer þessum flokkum best að standa varðstöðu um einkahagsmuni smárra hópa, fremur en að berjast fyrir almannahagsmunum.