Becromal tapar 5 milljörðum

Becromal Iceland ehf. á Akureyri tapaði meira en 5 milljörðum króna árið 2016. Þetta kemur fram í Frjálsri verslun 300 stærstu. Fyrirtækið tapaði tæpum milljarði árið 2015.

Eyþór Arnalds er stofnandi þessa félags og hefur verið áberandi í forystu þess. Hann hefur nú selt hlutabréf í félaginu en ekki er vitað hvort hann á ennþá hlutabréf þarna.

Árið 2016 var velta Becromal 8,9 milljarðar króna en tapið rúmir 5 milljarðar. Skuldir félagsins eru 10,8 milljarðar króna en bókfært eiginfé er neikvætt um 4,5 milljarða. Skuldir umfram eignir sem sé 4,5 milljarðar króna.

Hjá Becromal voru 107 störf árið 2016 og tap pr. starfsmann var því 48 milljónir króna.

Eyþór Arnalds vill fá að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en hann er nýfluttur frá Selfossi. 

Eyþór hefur gagnrýnt fjárhagsstöðu borgarinnar og telur brýnt að bæta fjármálastjórn hennar.