Bátur í vanda norður af bakkafirði

Mikill viðbúnaðar var rétt fyrir klukkan fjögur í dag vegna sjómanns í vanda á bát norður af Bakkafirði. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson á Vopnafirði, björgunarbáturinn Jón Kr frá Þórshöfn, nærstaddir bátar og þyrla Landhelgisgæslunar voru kölluð út.

Hálftíma eftir að útkallið barst var fyrsti nærstaddi báturinn, Tóti,  kominn á vettvang og náði að einhverju leiti tökum á vandanum og var þá dregið aðeins úr viðbúnaðinum. Fleiri nærstaddir bátar ásamat björgunarskipi og björgunarbát héldu för sinni áfram á vettvang. 

Klukkan 17:20 var björgunarbáturinn Jón Kr komin á vettvang, áhöfnin á honum ásamt bátnum Tóta fylgja nú bátnum sem er í vanda til hafnar í Bakkafirði.