Bankasalan, fátæktin og máfrelsið

Það veður nokkuð á súðum í Ristjóraþætti kvöldsins þar sem Gunnar Smári Egilsson, útgefandi Fréttatímans og Hallgrúmur Thorsteinsson, þáttastjórnandi á RÚV rýna í helstu fréttamál líðandi stundar.

Umdeild sala á 29% hlut í Arion banka er fyrsta umræðuefni þáttarins, en þar sýnist sitt hverjum hvort um hraustleikamerki íslensks efnahags sé að ræða, ellegar grunsamleg eignatilfærsla huldumanna í alþjóðlegum bísness.

Fátæktin á Íslandi er einnig til umræðu, en hún hefur verið mjög til tals á undanliðnum dögum vegna áhrifamikla orða rithöfundarins Mikals Torfasonar í síðasta Silfri um þá þjóðarskömm sem fylgi því að dæma fjöldann allan af landsmönnum til langvarandi þrenginga.

Og loks er spurt hvort íslenska dómskerfið hugsi fremur um hagsmuni þöggunarsinnaðs valdakerfis en rétt alls almennings í landinu, en athygli hefur vakið hversu margir dómar þess hafa verið gerðir afturreka á síðustu árum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fengið þá til umfjöllunar.

Svo fær Sigmundur Davíð hrós þáttarins - og þykir vera ferskasti liðsmaður stjórnarandstöðunnar nú um stundir.

Ritstjórarnir byrja klukkan 21:00 í kvöld.