Bankakrakkið 2008 - eftirmál

Ásgeir Ingvarsson tekur í Morgunblaðinu viðtal við höfunda bókarinnar The Icelandic Financial Crisis eftir  þá Hersi Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson. Báðir kenna þeir við Háskóla Íslands. 

Áhersla bókarinnar er ekki sjálft bankakrakkið. Heldur eftirmál þess. Mergur málsisns er að dómi Ásgeirs brýnasta verkefni stjórnvalda er að selja eignarhlut ríkisins í íslensku bönkunum. Það er of mikil áhætta fyrir ríkissjóð að vera samtengdur bankakerfinu, telur hann.

Hersir er með doktorspróf frá Stanford háskólanum í hagnýtri stærðfræði. Ásgeir er með doktorspróf frá Indiana University í hagfræði. 

Annað gjaldþrot íslensku bankanna myndi um leið þýða gjaldþrot ríkissjóðs Íslands, segir m.a. í bókinni.

Nánar á www.mbl.is