Atvinnuleysi komið niður í 2,4%

Atvinnuleysi hefur minnkað um 0,6 prósentustig frá í fyrra

Atvinnuleysi komið niður í 2,4%

Í febrúar voru 4.800 manns atvinnulausir og í atvinnuleit á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. eða 2,4%.

Atvinnulausir eru nú 1.200 færri en á sama tíma fyrir ári, en hlutfall þeirra er 0,6 prósentustigum lægra en fyrir ári.

Fjöldi starfandi fólks hefur aukist um 2.200 manns á milli ára, en þrátt fyrir fjölgunina lækkaði hlutfall þeirra af mannfjölda um 2,2 prósentustig.

Launavísitalan hækkaði um 0,4% í febrúar en síðustu 12 mánuði hefur hún hækkað um 7,2%. Kaupmáttur launa hækkaði um 0,2% í febrúar en síðustu 12 mánuði hefur vísitala kaupmáttar hækkað um 4,8%.

Nýjast