Ásta lóa býður sig fram sem formann

Ásta Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur ákveðið að bjóða sig fram sem formann Neytendasamtakanna.

Ásta Lóa er þá fimmti frambjóðandinn og fyrsta konan. Aðrir sem hafa lýst yfir framboði til formanns eru Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur,  Guðmund Hörð Guðmundsson, fyrrverandi formann Landverndar og Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.

Ljóst er að áhuga á neytendavernd er að glæðast svo um munar. Slagkraftur samtakanna hefur ekki verið mikilli undanfarin ár, í það minnsta út á við og með hressilegum formannsslag má sjá fyrir sér að blóðið fari að renna hratt um æðar þessara samtaka neytenda sem stofnuð voru fyrir um 65 árum síðan.

Ásta Lóa hefur sjálf, ásamt manni sínum unnið mál fyrir dómstólum þar sem kröfum viðskiptabanka þeirra var hnekkt að stórum hluta. „Ég tel að barátta mín fyrir því að lögboðin réttindi neytenda á fjármálamarkaði séu virt, sýni það og sanni að ég er málefnaleg og rökföst auk þess að vera óhrædd í baráttu við sterkustu öfl þjóðfélagsins“, segir Ástaví yfirlýsingu.