Ásökun um atvinnuróg

Vísir skrifar um þetta mál. Þórður Snæra Júlíusson ritsjóri vefmiðilsins www.kjarninn.is íhugar að sögn Vísis að leita réttar síns. Þetta geri Þórður Snær vegna aðdróttana um meint tengsl miðilsins við kröfuhafa föllnu bankanna. Þessar aðdróttanir er að finna í nafnlausu Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. Þórður Snær kallar ásakanir Morgunblaðsins \"atvinnuróg\" segir í Vísi.

 

Hringbraut fór á stúfana og ræddi við lögmann. Sá kom með þessar ábendingar. Í 25.kafla hegningarlaga er fjallað um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífsins. í almennum hegningarlögum er að finna ákvæði um flesta refsiverða háttsemi en um ýmsa viðamikla brotaflokka eru að auki sérstök lög.

Það er því talverðum vandkvæðum bundið að túlka hugtakið atvinnurógur á einfaldan hátt svo öllum líki. Ýmsar ástæður geta legið að baki óviðurkvæmilegum ummælum í garð annars manns. Það skiptir máli hvort aðdróttanir eru á rökum reistar og einnig er heilmilt að láta refsingu falla niður ef brotaþoli hefur svarað í sömu mynt. Felst til að mynda ærumeiðing í orðinu \"fjárglæframaður\". 

Þá er að skoða mörk tjáningarfrelsis þeirra sem vinna á fjölmiðlum og særandi skrifa þeirra um eða dónalegan talsmáta þeirra um háttsemi ærlegar og vammlausra meðborgara þeirra. Mörkin á milli ærumeiðinga og ókurteisi eru líkast til fullkomlega óljós. 

rtá

Nánar www.visir.is    www.mbl.is