Eignir live eru 602 milljarðar

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur vaxið að stærð og styrk undanfarin ár og áratugi. Eignir sjóðsins eru 602 milljarðar. Greiðandi sjóðfélagar voru um 50 þúsund árið 2016. Iðgjaldagreiðslur til sjóðsins voru um 25 milljarðar króna. 

Ávöxtun sjóðsins í heild nam 0,9%. Það jafngildir 1,2% raunávöxtun. Ávöxtun eignaflokka var með nokkuð ólíkum hætti. Skuldabréfaeign sjóðsins nemur rúmlega helmingi af eignum. Sú eign skilaði ágætri ávöxtun eða 6,6,% . Það er 4,4% raunávöxtun. Erlend verðbréfaeign sjóðsins byggir á dreifðu safnu hlutabréfa.  Sú eign nemur 26% af eignum sjóðsins. Hún skilaði ágætri ávöxtun eða um 5,5,%. 

Vegna mikillar styrkingar íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum var ávöxtun ársins hinsvegar neikvæð. Um sem svarar -9,7% raunávöxtun. Innlend hlutabréf eru 22% af eignum lífeyrissjóðsins. Þessi eignaflokkur hefur gefið mjög góða ávöxtun undanfarin ár. Sú ávöxtun hefur veitt sjóðnum umtalsverða fjármunatekjur. Ávöxtun þessara innlendu hlutabréfa á liðnu ári var -0,1% sem svarar til um -2% raunávöxtun. 

Tryggingarstærðfræðileg staða lífeyrissjóðs verzlunarmanna er áfram sterk. Breytingar á stöðuni skýrast af ávöxtun síðastliðins árs. Og af því að sjóðfélagar eldast. Sjóðurinn greiddi 15 þúsund lífeyrisþegum rúma 12 milljarða króna í lífeyri árið 2016. Af framangreindum upplýsingum má sjá að sjóðurinn er vel í stakk búinn til að standa við skuldbindingar sínar. 

Nánar á www.live.is