Ársfundur samtaka atvinnulífsins 2017

Ársfundur Samtaka atvinnulífsins (SA) 2017 verður haldinn miðvikudaginn 27. mars í Hörpu. Sérstakur gestur fundarins er Zanny Minton Beddoes aðalritsjóri breska tímaritsins Economist sem mun ræða um stöðu efnahagsmála á alþjóðlegum vettavangi og horfurnar framundan.

Björgólfur Jóhannesson fráfarandi formaður SA 2013-2017 ávarpar fundinn ásamt Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra.

Halldór Baldursson hinn kunni teiknari skopmynda  verður á staðnum og rýnir hann í samfélagsspegillinn og raddir atvinnulífsins munu óma um Hörpu eins og segir í tilkynnungu frá SA.

Þau Heiðar Guðjónsson hagfræðingur og stjórnarfomaður Fjarskipta og og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans ásamt Stefaníu G. Halldórsdóttur framkvæmdastjóra CCP á Íslandi rýna í stöðu mála og tækifærin framundan framundan.

Fundarstjóri er Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 

Formannskjör SA stendur yfir. Eyólfur Árni Rafnsson gefur kost á sér sem nýr formaður SA.