Árni páll: til í að flýta formannskjöri

„Ég er tilbúinn í allsherjaratkvæðagreiðslu um formennsku í Samfylkingunni hvenær sem stofnanir flokksins telja rétt að halda hana,“ segir Árni Páll Árnason í svari við fyrirspurn Hringbrautar í gærkvöld.

Ólína Þorvarðardóttir hefur í ljósi stjórnunarvanda hjá flokknum og veikrar stöðu Samfylkingar skv. skoðanakönnunum farið fram á að kosningu um formann verði flýtt um hálft ár. Að fundur og kosning fari e.t.v. fram í maí en landsfundur með formannskosningu var fyrirhugaður í nóvember.

Hringbraut spurði Árna Pál, formann flokksins, hvernig hann tæki þessari tillögu.

Hann segist sem fyrr segir til í að hlíta vilja flokksmanna.

„Ég mun ekki hafa nein afskipti af ákvörðunum stofnana flokksins þar um.“

Hringbraut spurði einnig hvort formaðurinn hefði íhugað að stíga til hliðar í ljósi stöðunnar. Árni Páll kaus að svara ekki þeirri spurningu, enda leiðir tilvitnað svar hans annað í ljós.

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að tillaga Ólínu bæri keim af taugaveikun og að ekki væri ljóst að formannsskipti myndu tosa fylgið upp, formannsskipti í BF nýverið væru dæmi um það.