Andvíg áfengi í búðum

Könnun MMR á því hversu hlynntir eða andvígir Íslendingar eru  því að leyft verði að selja, annars vegar sterkt áfangi og hins vegar létt áfengi og bjór, í matvöruverslunum á Íslandi var framkvæmd 10. – 15.febrúar. Rúmlega 74 prósent kváðust andvíg sölu á sterk áfengi í matvöruverslunum og 57 prósent andvíg sölu á léttu áfengi og bjór. Einungis 15,4 prósent kváðust hlynnt sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum en 32,7 prósent sölu á léttu áfengi og bjór.

Konur frekar en karlar eru andvígar sölu áfengis í matvöruverslunum.  Andstaðan eykst með auknum aldri miðað við niðurstöður könnunarinnar.