Andrými - hús fólksins

Hús Fólksins í 101 Rvk:

Andrými - hús fólksins

Í frétta - og umræðuþættinum 21 í kvöld fer Snædís í húsið Andrými. Húsnæðið skaffaði Reykjavíkurborg en þar var áður leikskóli en er núna menningarstaður þar sem fólk af öllum aldri og öllum uppruna má koma og gera í raun allt það sem það vill. Í Andrými eru gróðurræktarhópar, eldað er saman á miðvikudögum, smíðaverkstæði er þarna, ljósmynda aðstaða, bókasafn og margt fleira. 
 
Viðburðir eru í hverri viku. Andrými er ekki rekið af neinni stofnun heldur rekið af fólkinu sjálfu og því frjáls starfsemi eins og mögulega er hægt að hafa hana.
 
Snædís talaði við Jakob Beat sem segir nánar frá starfseminni
 
 
 

Nýjast