Allt að 23 stiga hiti

Fremur hæg suðlæg átt á landinu í dag, þurrt og bjart að mestu um landið norðaustanvert, en búast má við stöku síðdegisskúrum inn til landsins þar og allt að 23 stiga hita. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á www.vedur.is. Svalara um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið, víða rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. Áfram suðlæg átt á morgun 5-10 m/s og rigning með köflum eða skúrir í flestum landshlutum. Heldur svalara en í dag, hiti 9 til 17 stig, hlýjast austanlands. Dregur úr vætu þegar líður á morgundaginn og birtir til annað kvöld. Víða bjartviðri á landinu fyrir hádegi á sunnudag, en þykknar síðan upp um landið vestanvert með vaxandi sunnanátt og fer að rigna síðdegis, fyrst allra vestast.