Allar sögurnar birtar á morgun

Myllumerkið #iskuggavaldsins hefur greinilega stungið á kýli í íslenskum stjórnmálum. Um 400 konur hafa skrifað undir áskorun til karlar og stjórnmálaflokkar um að ábyrgð verði tekin á því kynferðisofbeldi og áreitni sem á sér stað í stjórnmálunum. Tugir frásagna kvenna af áreitni og öðru álíka hafa birst á lokaðri Facebook síðu sem um 600 konur eru meðlimir að.

Á morgun munu allar frásagnirnar í heild sinni verða senda á helstu fjölmiðla landsins.  

Tæp vika er síðan Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar blés í flautuna og stofnaði hóp um málið á Facebook.

Heiða mætir á Þjóðbraut auk  Guðlaugu Kristjánsdóttur sem situr  í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir Bjarta framtíð og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

 

Samsærið er nýr reyfari eftir Eirík Bergmann stjórnmálafræðing.  Hryðjuverk eru í Stokkhólmi þar sem íslensk þingkona er meðal fallinna. Eiríkur mætir í viðtal.

Ásdís Þula Þorláksdóttir uppistandari og króatíska söngkonan Vesna Pleticos mæta til Lindu og segja frá meiriháttar viðburði nú um helgina sem nefnist BERLIN-REYKJAVÍK-DAMASCUS.