Airbnb 3-föld stærð gistiheimilanna

1% fyrirtækja ferðaþjónustunnar skapa helming af heildarrekstrartekjunum

Airbnb 3-föld stærð gistiheimilanna

Leiguteljur íbúða á Airbnb hér á landi jukust um 109 prósent milli áranna 2016 og 2016. Airbnb er orðið þrisvar sinnum umfangsmeira en öll gistiheimili landsins veltan nam alls um 20 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna. Í skýrslunni er því spáð að gjaldeyristekjur verði ríflega 570 milljarðar króna af ferðaþjónustu árið 2018 sem þýðir 10% tekjuvöxtur.

Í skýrslunni eru teknar saman rekstrarniðurstöður ferðaþjónustufyrirtækja en má þar sjá að 1% fyrirtækja ferðaþjónustunnar skapa helming af heildarrekstrartekjum greinarinnar á meðan 93% fyrirtækja eru með einungis 19% af tekjunum.

Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að Ísland er einn dýrasti ferðamannastaður heims – verðlag er að meðaltali 28% hærra hér en á hinum Norðurlöndunum.

Ísland er í 25. sæti yfir samkeppnishæfustu þjóðirnar í ferðaþjónustu – þá eru vinnumarkaður og hæfni vinnuafls metið það samkeppnishæfasta í heiminum.

Isavia reiknar með um 11% fjölgun ferðamanna á árinu 2018 frá fyrra ári. Fjölgunin hefur ekki mælst hægari frá því að ferðamönnum fækkaði á árinu 2010. Engu að síður er 11% fjölgun ferðamanna ennþá hröð fjölgun í alþjóðlegu samhengi. Ferðamönnum fjölgaði um rúmlega 6% á
heimsvísu á fyrri hluta ársins 2017 til samanburðar. Ísland er því ennþá að vaxa og auka vinsældir sínar sem áfangastaður fyrir ferðamenn meira en almennt gerist í heiminum.

Ef spáin rætist munu um 2,43 milljónir ferðamanna koma hingað til lands í gegnum KEF 2018, rúmlega fimmfalt fleiri en 2010 og nemur fjöldinn rúmlega sjöföldum íbúafjölda landsins.

Skýrsla Íslandsbanka um ferðaþjónustuna í heild PDF

Nýjast