Áhrif indefence á forseta íslands voru mikil

Líklega var ekkert mál jafn umtalað í kjölfar bankahrunsins fyrir tíu árum og Icesave-málið og beiting hryðjuverkalaganna í Bretlandi. InDefence-hópurinn tók þá að sér málsvörn Íslands á alþjóðavettvangi í þessum erfiðu málum. 

Gestir Björns Jóns Bragasonar í kvöld í 21 eru þrír af forsprökkum InDefence-hópsins svokallaða, þeir Ólafur Elíasson píanóleikari, Agnar Helgason, prófessor í mannfræði, og Ragnar Ólafsson félagssálfræðingur. Þeir lýsa því í þættinum meðal annars hvernig stjórnkerfið var að mörgu vanmáttugt á þessum tíma og hvernig málflutningur þeirra hafði afgerandi áhrif á afstöðu forseta Íslands sem synjaði Icesave-lögunum staðfestingar.