Áhættusækni vex í bankakerfinu

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri segirr að það sé mikilvægt að söluferli Arion banka gangi vel. Áhættusækni sé að vaxa í íslensku bankakerfi og eftirlitsaðilar þurfi að sjá til þess að hún gangi ekki of langt.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri segir að það sé nauð­syn­legt að Ísland fái banka­kerfi sem sé fjöl­breytt­ara varð­andi við­skipta­líkön og eign­ar­hald heldur en landið hafi í dag. „Ég held að allir séu sam­mála um það. Nú stendur fyrir dyrum að reyna að setja Arion banka í opið sölu­ferli og útboð. Ég held að það sé mjög mik­il­vægt að það sé ferli sem sé gagn­sætt, að það sé eins mikið traust á því og er hægt og að það gangi vel. Vegna þess að það er allra hag­ur.“ Þetta er meðal þess sem kom fram í sjón­varps­þætti Kjarn­ans sem frum­sýndur var á Hring­braut síð­ast­lið­inn mið­viku­dag. Hægt er að horfa á þátt­inn í heild á vef stöðvarinnar undir flipanum sjónvarp.